Norskir vefmiðlar hafa í dag fjallað um gjaldeyriskiptasamning seðlabanka Noregs og Íslands í frekar kaldhæðnislegum tóni. Fyrirsögn vefjarins e24.no er m.a: <i>Gjedrem lætur Íslendinga fá lengra reipi til að hengja sig í</i> og vísar þar til seðlabankastjóra Noregs.
Vísað er til ummmæla Gjedrems í morgun um að samningnum sé ætla að styðja við íslensk stjórnvöld í aðgerðum þeirra við að koma á stöðugleika í hagkerfinu.
Vefurinn hefur eftir Harald Magnus Andreassen, aðalhagfræðingi First Securities, að hann telji ekki að samningarnir muni leysa vandamál Íslendinga. „Vandamálið er Íslandi er, að landið hefur tekið allt of mikið fé að láni. Við gefum Íslendingum meira reipi sem þeir geta hengt sig í," segir hann.
Vísað er til þess, að ekkert land í heimi skuldi hlutfallslega meira í útlöndum en Ísland. Gengi íslensku krónunnar hafi hrunið á árinu. Andreassen segir þó, að gengi krónunnar sé ekki helsta vandamálið heldur að landið eyði mun meiru en það aflar.