Samkvæmt gjaldeyrisskiptasamningunum, sem Seðlabankinn hefur gert við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, getur Seðlabankinn keypt allt að 500 milljónum evra af hverjum banka fyrir íslenskar krónur á markaðsgengi hverju sinni og þarf síðan að kaupa krónurnar aftur mánuði síðar á sama gengi þannig að áhrifin á gengi krónunnar verða engin.
Samningarnir gilda út þetta ár en hægt er framlengja þá. Einnig er hægt að framlengja „skilafrestinn" nýti Seðlabankinn sér að kaupa evrur fyrir krónur.
Samningarnir hafa haft jákvæð áhrif á íslenska fjármálamarkaði það sem af er í dag. Gengi krónunnar hefur m.a. hækkað um 4,4% og Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um 1,74%.