Skiptasamningar stuðla að stöðugleika á norrænum mörkuðum

mbl.is/Kristinn

Erkki Liikanen, seðlabankastjóri Finnlands og stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, segir að bankanum hafi verið sagt frá gjaldeyrisskiptasamningum, sem Seðlabanki Íslands gerði við þrjá norræna seðlabanka og telji þá jákvæða.

„Við teljum að samningarnir muni stuðla að fjárhagslegum stöðugleika á norrænum mörkuðum," sagði Liikanen við fréttamenn í Brussel í dag.

Fréttavefur Bloomberg hefur í dag eftir Lars Christensen, starfsmanni Danske Bank, að Íslendingar hljóti að vera afar ánægðir með þessa samninga, sem gerðir voru við seðlabankana í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Segir Christensen að samningarnir muni stuðla að ró á fjármálamörkuðum þótt þeir dragi ekki úr þeim innbyggða óstöðugleika, sem einkenni íslensk efnahagsmál.

Bloomberg hefur eftir Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, að margir hafi velt því fyrir sér hvort Íslendingar gætu brugðist við óvæntum vandamálum en skiptasamningarnir muni vonandi draga úr slíkum efasemdum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK