Baugur kom ekki nálægt samkiptum við birgja MK One

Ein af verslunum MK One í Bretlandi.
Ein af verslunum MK One í Bretlandi.

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group, segir að fyrirtækið hafi ekki komið nálægt samskiptum stjórnenda verslunarkeðjunnar MK One við birgja. Þá sé það sé út í hött að halda því fram að birgjar hafi með einhverjum hætti getað vænt þess, að Baugur myndi ábyrgjast skuldir MK One við þá eins og látið sé liggja að í grein í breska blaðinu Sunday Times í dag.

Sunday Times fjallar í langri grein um samskipti fataframleiðanda við MK One, sem var í eigu Baugs þar til í apríl en þá var fyrirtækið selt til félagsins Hilco. Haft er eftir framleiðandanum, að hann hefði aldrei leyft MK One að safna upp jafn miklum skuldum og raun bar vitni ef hann hefði ekki trúað því að MK One ætti traustan bakhjarl í Baugi.

Gunnar segir, að Baugur Group skipti sér ekki af daglegum rekstri fyrirtækja sem félagið á hlut í. Þótt Baugur hafi verið hluthafi í MK One hafi félagið ekki komið nálægt samskiptum MK One við birgja, það hafi verið hlutverk stjórnenda verslunarkeðjunnar  Þá segir Gunnar, að birgjar séu mjög sjóaðir í að eiga viðskipti við fyrirtæki og kaupi sérstaka tryggingu ef þeir veita smásölum greiðslufrest.

Umfjöllunin í Sunday Times um Baug og MK One í dag sé hins vegar ekki einsdæmi og bendi til að birgjar séu að nota fjölmiða í einhverjum tilgangi, sem sé þó ójós, því  Baugur hafi selt MK One með öllum skuldbindingum og skuldum, þar á meðal við birgja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK