Tap OR 17,2 milljarðar króna

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 17,2 milljarða króna halla fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við 4.331 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Segir í tilkynningu að óhagstæð gengisþróun skýri alfarið verri afkomu.

Tekjur fyrirtækisins jukust um 480 milljónir miðað við sömu mánuði ársins 2007. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var 3,4 milljarðar króna samanborið við 2,6 milljarða króna rekstrarhagnað á sama tímabili árið áður.

Rekstrartekjur fyrstu þrjá mánuði ársins námu 6.079 milljónum krónaen voru 5.599 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var 3.400 milljónir króna samanborið við 2.952 milljónir króna á sama tímabili árið áður.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 22.729 milljónir króna á tímabilinu,
en voru jákvæðir um 3.483 milljónir króna á sama tímabili árið 2007.
Heildareignir þann 31. mars 2008 voru 208.991 milljón króna en voru
191.491 milljón króna í árslok 2007. Eigið fé þann 31. mars 2008 var 71.361 milljón króna en var 88.988 milljónir króna í árslok árið 2007.

Heildarskuldir félagsins þann 31. mars 2008 voru 137.630 milljónir króna samanborið við 102.503 milljónir króna í árslok 2007. Eiginfjárhlutfall var 34,1% þann 31. mars 2008 en var 46,5% í árslok 2007.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru neikvæð um 22,7 milljarða króna en jákvæðir um 3,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2007. Neikvæð staða vegna gengismunar og gjaldmiðlasamninga nam 26,7 milljörðum króna á tímabilinu en gangvirðisbreytingar innbyggðra afleiða í
raforkusölusamningum skiluðu 5,2 milljarða króna hagnaði á sama tíma.


„Horfur eru góðar um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2008. Umsvif fara vaxandi og fjárfestingar eru miklar. Stærsta einstaka verkefnið er bygging nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem mun stórauka eigin orkuvinnslugetu fyrirtækisins, og hafa fyrstu tveir áfangar hennar þegar verið teknir í notkun," samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK