MK One í greiðslustöðvun

Ein af verslunum MK One í Bretlandi.
Ein af verslunum MK One í Bretlandi.

Breska verslunarkeðjan MK One fékk í dag greiðslustöðvun og hefur Lee Manning hjá fyrirtækinu Deloitte & Touche  verið skipaður tilsjónarmaður. Haft er eftir Manning að rekstri MK One verði haldið áfram en á sama tíma verði leitað að kaupendum.

Baugur keypti fyrirtækið árið 2004 en seldi það í apríl til félagsins Hilco, sem sérhæfir sig í að endurskipuleggja fyrirtæki. Kaupverðið var ekki gefið upp en breska blaðið Guardian fullyrti, að það hefði verið 1 pund. Það báru forsvarsmenn Baugs til baka.

Fram kemur í tilkynningu  Deloitte, að fyrirtækið reki 172 verslanir og 2500 manns starfi þar. Manning segir, að fyrirtækið hafi sterkan hóp viðskiptavina og mikið vöruúrval og gott eignasafn í verslunarhúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK