Landsbankinn með Icesave í Hollandi

Merki Icesave
Merki Icesave

Landsbankinn sett á laggirnar innlánsreikninga á netinu  í Hollandi, svonefnda Icesave reikninga, en bankinn hefur boðið upp á þá frá árinu 2006 í Bretlandi. Samkvæmt tilkynningu eru Icesave-reikningar  í Bretlandi komnir yfir 220.000.
 
Á komandi ári mun Landsbankinn sækja inn á fleiri evrópska markaði og opnun Icesave í Hollandi er fyrsta skrefið í þá átt, samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

„Netreikningur Icesave í Hollandi mun styðja við heildsöluinnlán útibús bankans í Amsterdam og auka enn frekar fjölbreytni vöruframboðs í vaxandi starfsemi Landsbankans í Hollandi. Landsbankinn hefur skipað Marteijn Hohmann yfirmann Icesave í Hollandi," samkvæmt tilkynningu. 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK