Viðskipti með Kaupþing fyrir 14,9 milljarða

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri. mbl.is/Sverrir

Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf Kaupþings í dag eða fyrir tæpa 14,9 milljarða króna. Munar þar mest um kaup Gertner-fjölskyldunnar á um 2,5% af hlutafé bankans. Stærstu einstöku viðskiptin með bankann eru fyrir 13.875 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, annaðist Kaupþing söluna. Engin breyting hefur orðið á verði Kaupþings í dag og er það 750 krónur á hlut.

Sigurður segir í samtali við mbl.is að Gertner fjölskyldan sé í margvíslegum viðskiptum, meðal annars á fasteignamarkaði, olíuviðskiptum og námavinnslu. Fjölskyldan býr í Bretlandi en kemur upprunalega frá Venesúela í Suður-Ameríku. Er þetta í fyrsta skipti sem fjölskyldan, sem er sterk efnuð, fjárfestir á Íslandi.

Segist Sigurður telja ástæðuna fyrir kaupunum vera þá að fjölskyldan  sjái hagnaðarvon í Kaupþingi en það sé útbreidd skoðun að evrópskir bankar séu lágt metnir nú um stundir. Segir hann það rétt að evrópskir bankar séu lágt metnir enda fjárfestar hræddir um að ekki sé allt komið fram hvað varðar vandræði á bandarískum fjármálamarkaði.

Sigurður segir að fjölskyldan hafi væntanlega metið það þannig að allt væri komið fram hjá Kaupþingi, verðið væri lágt og því hagnaðarvon. Hann segist ánægður með söluna enda vanti eftirspurn inn markað með fjármálafyrirtæki.

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK