Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag eftir að ljóst varð að dregið hafði úr styrk fellibylsins Gustavs. Fyrr í dag hafði hráolíuverð hækkað um tæpa þrjá dali á tunnuna. Það sem af er degi hefur verið á hráolíu lækkað um 2,24 dali tunnan í 113,22 dali í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Fór verðið hæst í 118,25 dali tunnan fyrr í dag.
Á föstudagskvöldið lækkaði verð á hráolíu um 13 sent og var lokaverðið 115,46 dalir tunnan.
Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 2,50 dali og er 111,55 dali tunnan. NYMEX markaðurinn er lokaður í dag vegna frídags í Bandaríkjunum og því einungis um rafræn viðskipti að ræða.