Jón Ásgeir: Baugur getur staðið veðrið af sér

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs í Bretlandi, og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segja í samtali við breska blaðið Financial Times í dag, að stefna félagsins um skuldsettar yfirtökur hafi verið skynsanleg þótt félagið skuldi 1 milljarð punda.

Þegar íslensku bankarnir féllu nýlega eignaðist íslenska ríkið skuldir Baugs í bönkunum. Þeir Jón Ásgeir og Gunnar segja við FT, að Baugur geti lifað óveðrið af og greitt af skuldum sínum. Þeir hvetja einnig íslensk stjórnvöld til að grípa ekki til „brunaútsölu á góðum eignum" og bæta við, að Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Ísland til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þeir Jón Ásgeir og Gunnar lýsa fjármálakreppunni þannig, að engu líkara sé en að loftsteinn hafi lent á jörðinni. Um tíma hafi virst vera hætta á því að breska ríkið myndi leggja hald á hlutabréf Baugs í mörgum breskum fyrirtækjum. Breska fjármálaráðuneytið beitti hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi og setti dótturfélag Kaupþings í greiðslustöðvun. Þá sagði Gordon Brown, forsætisráðherra, að lagt yrði hald á aðrar eignir. Þá yrði staðan sú, að íslenska ríkið ætti skuldir Baugs, breska ríkið eignirnar og Baugur ekki neitt.

Jón Ásgeir segir, að í kjölfarið hafi gripið um sig skelfing og það hafi orðið til þess að haft var samband við Philip Green um að hann keypti skuldir Baugs af íslenska ríkinu og bjargaði þannig rekstri fyrirtækja Baugs í Bretlandi. 

Financial Times segir, að það sem hafi komið einna mest á óvart sé hve skuldir Baugs í Bretlandi séu miklar, eða 1 milljarður punda, jafnvirði um 195 milljarða króna.

Blaðið hefur eftir Jóni Ásgeiri, að aðferðafræði Baugs sé sú sama og annarra slíkra félaga.   „Við gerðum þetta með sama hætti og aðrir hafa gert í öðrum löndum. Skuldsettar yfirtökur voru ekki fundnar upp á Íslandi og við erum með skynsamlega skuldsetningu í rekstri okkar og við lögðum eignir okkar á móti með sama hætti og aðrir gerðu í öðrum löndum.

Gunnar segir, að fjármögnunin hafi verið skynsamleg í ljósi þess að eignir séu metnar á 1,5 milljarða punda.  „Að sjálfsögðu hefur fallandi eignaverð haft áhrif hjá okkur eins og öllum öðrum.

Þegar íslensku bankarnir féllu nýlega eignaðist íslenska ríkið skuldir Baugs í bönkunum. Þeir Jón Ásgeir og Gunnar segja við FT, að Baugur geti lifað óveðrið af og greitt af skuldum sínum. Þeir hvöttu einnig íslensk stjórnvöld til að grípa ekki til „brunaútsölu á góðum eignum" og bættu við, að Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Íslands til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Við munum ekki tala okkur út úr vandræðunum," segir Jón Ásgeir. „Við verðum að standa okkur. Og endurheimta virðingu okkar." 

Financial Times bætir við, að ef Baugur eigi að lifa af í núverandi formi sé það háð nokkrum ólíklegum þáttum, ekki þó síst þeim, að neytendur í Lundúnum haldi áfram að eyða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka