Byr greiðir 94,9% úr peningamarkaðssjóðum

Guðmundur Rúnar Guðmundsson


Yfirferð og útreikningum á eignum Peningamarkaðssjóðs Byrs er lokið. Útgreiðsluhlutfall til sjóðsfélaga (hlutdeildarskírteinishafa) nemur 94,9% m.v. síðasta skráða viðskiptagengi sjóðsins þann 6. október sl. Ekki verður opnað fyrir innlausnir, heldur greitt úr sjóðnum í einni heildargreiðslu inn á innlánsreikninga sjóðsfélaga hjá Byr í réttu hlutfalli við inneign hvers skv. hlutdeildarskírteinum.

Er það gert til að fyllsta jafnræðis sé gætt á meðal sjóðsfélaga, samkvæmt tilkynningu frá sparisjóðnum.

„Fullnaðaruppgjör sjóðsins tók lengri tíma en vonir stóðu til, en svigrúm í tíma reyndist mikilvægt til að ná fram sem hagstæðastri niðurstöðu fyrir sjóðsfélaga. Þá harmar Byr þá eignarýrnun sem hefur átt sér stað hjá sjóðsfélögum.

Stofnaðir hafa verið innlánsreikningar fyrir þá sjóðsfélaga sem ekki áttu slíkan reikning hjá Byr. Sjóðsfélögum mun berast nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um upphæð greiðslunnar þegar greiðsla hefur farið fram. Greiðslum úr sjóðnum verður lokið 10. nóvember nk.," samkvæmt tilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK