Opera stefnir upp

Jón S. von Tetzchner, stofnandi og forstjóri Opera, er íslenskur.
Jón S. von Tetzchner, stofnandi og forstjóri Opera, er íslenskur. mbl.is/Þorkell

Norska hugbúnaðarfyrirtækinu Opera, sem framleiðir m.a. netvafra fyrir farsíma, hefur gengið vel á síðustu mánuðum og var hagnaður fyrirtækisins tvöfalt meiri á síðasta ársfjórðungi en búist var við. Gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 10% í kauphöllinni í Ósló strax í morgun.

Að sögn norskra fjölmiðla er höfuðástæðan fyrir þessum árangri farsímavafrinn Opera Mini og mikil aukning á notkun netsins í farsímum. 

Hagnaður fyrir skatta nam 47 milljónum norskra króna sem var 53% aukning frá fyrra ársfjórðungi. 

Gengi bréfa Opera hefur hækkað um 30% í norsku kauphöllinni á þessu ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK