Færeyskum fjölmiðlum fækkar

Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu tveggja færeyskra blaða vegna fjárhagsörðugleika. Vikublaðið, sem er fríblað og víðlesnasta dagblað Færeyja, hættir nú að koma út eftir tæplega átta ára útgáfu og vikulegt viðskiptablað, Vinnuvitan hættir sömuleiðis að koma út.

Bæði blöðin eru í eigu útgefenda Dimmalætting. Útgefendur Dimmalætting keyptu í apríl á þessu ári útgáfuréttinn að báðum blöðum en Vinnuvitan keypti í júlí 2007 Vikublaðið.

Árni Gregersen, forstjóri Dimmalætting, segir að aðstæður hafi verið jákvæðar í vor þegar stjórn félagsins ákvað kaupin en í lok sumars hafi skellurinn komið og ekkert lát sé á. Því hafi ekki annað verið fært en að grípa til þessara aðgerða.

Um 70 manns starfa hjá Dimmalætting sem auk þess að halda úti samnefndu dagblaði, rekur prentsmiðju, bókaútgáfu og drefingarmiðstöð.

Allt að 20 manns missa vinnuna vegna þessa. Útgáfa Dimmalætting verður með óbreyttu sniði en blaðið kemur út fimm sinnum í viku. Þá verður fréttavef Vikublaðsins áfram haldið úti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK