Vill gögn frá Lúxemborg

mbl.is

Skattayfirvöld á Íslandi leita nú leiða til þess að fá upplýsingar um viðskipti dótturfélaga íslensku bankanna í Lúxemborg í kjölfar eigendaskipta á bönkunum.

„Vegna bankaleyndar í Lúxemborg höfum við ekki getað fengið aðgang að þessum upplýsingum. Nú eru bankarnir komnir í ríkiseigu og við eru þess vegna að skoða hvort einhverjar leiðir séu til þess að afla þessara gagna í tengslum við mál einstaklinga og félaga sem eru til rannsóknar hér,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Hún bendir á að hér á landi hafi bankaleynd orðið að víkja fyrir upplýsingaákvæði skattalaganna. Þetta hefur ekki verið hægt hingað til varðandi dótturfélög bankanna í Lúxemborg. ingibjorg@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK