Fagna rannsókninni

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Ég get ekki sagt annað en að ég fagna því að þeir komi. Grundvallarforsendan fyrir okkar tilverurétti er að það sé virk samkeppni á símamarkaði og við höfum barist fyrir því að svo sé. Við tökum auðvitað vel á móti fulltrúum Samkeppniseftirlitsins sem er hér að vinna sína vinnu og aðstoðum það í einu og öllu við sína upplýsingaöflun,“ segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis.

Samkeppniseftirlitið hóf í morgun húsleit á starfstöð Teymis og dótturfélaganna Og fjarskipta ehf. og IP fjarskipta ehf. Teymi á 51% hlut í Tal og 100% í Vodafone. Þórdísi var ekki kunnugt um hvort rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist aðeins að Teymi og fjarskiptafyrirtækjum þess eða fjarskiptamarkaðnum í heild sinni.

 „Það er svo skammt liðið síðan þeir komu, ég fékk vitneskju um þetta fyrir tæpri klukkustund og hef ekki séð heimild samkeppniseftirlitsins. En við gerum allt sem við getum til að aðstoða við upplýsingaöflun. Við erum sannfærð um það að rannsóknin leiðir í ljós að við höfum verið að efla samkeppnina á símamarkaði á Íslandi,“ segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK