Vodafone fagnar aðgerðum

Árni Pétur Jónsson forstjóri Vodafone ræðir við fréttamenn í morgun
Árni Pétur Jónsson forstjóri Vodafone ræðir við fréttamenn í morgun mbl.is/Árni Sæberg

Vodafone fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins, enda mun rannsókn á fjarskiptamarkaðnum taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu vegna húsleitar starfsmanna Samkeppniseftirlitsins, sem í morgun komu í höfuðstöðvar Vodafone til að kanna hvort fyrirtækið fari ekki í einu og öllu eftir samkeppnislögum.

„Virk samkeppni á fjarskiptamarkaði er grundvallarforsenda í rekstri Vodafone. Án slíkrar samkeppni væri fyrirtækið ekki til og rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun staðfesta að fjarskiptafyrirtækin á Íslandi eiga í harðri samkeppni. Starfsfólk Vodafone mun aðstoða fulltrúa Samkeppniseftirlitsins á allan þann hátt sem óskað verður eftir og leggja sitt að mörkum svo eftirlitið geti unnið sitt starf hratt og vel," að því er segir í fréttatilkynningu frá Vodafone.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK