ESB rannsakar gjaldtöku Standard & Poor's

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel. AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú til rannsóknar hvort alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hafi brotið samkeppnislög með því að krefja banka og fjárfestingasjóði til þess að greiða gjald fyrir notkun auðkenniskóða.

Telur framkvæmdastjórnin að S&P hafi misnotað aðstöðu sína sem útgáfuaðili auðkenna í Bandaríkjunum með því að krefja evrópsk fjármálafyrirtæki um greiðslu í hvert skipti sem þau nota alþjóðlega auðkennislykla til þess að fá fjármálaupplýsingar frá bandarískum upplýsingaveitum eins og Thomson Reuters og Bloomberg.

Standard & Poor's rekur CUSIP Service Bureau fyrir samtök bandarískra banka og er eina fyrirtækið sem fær beinar upplýsingar um útgefendur bandarískra verðbréfa. S&P hefur síðan leyfi til þess að koma upplýsingunum áfram til markaðsaðila. Telur framkvæmdastjórnin að fjárfestar þurfi að greiða upplýsingar sem þeir þurfa ekki á að halda auk þess sem þeir greiði fyrir kóða sem eru nauðsynlegir fyrir viðskipti þeirra dag frá degi.

Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórninni hafa borist kvartanir um að S&P hafi neytt upplýsingagjafa til þess að hætta að veita bönkum og sjóðum upplýsingar nema þeir greiði S&P fyrir notkun kóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK