Bankarnir bæti fyrir blekkingar

Á danska þinginu er nú meirihluti fyrir því að refsa bönkum, sem fengið hafa viðskiptavini sína til að ráðast í áhættusamar fjárfestingar. Það hafa bankar gert vegna þess eins, að þóknunin til þeirra hefur verið þeim mun meiri.

„Það vissi enginn um það utan bankaheimsins, að bankarnir högnuðust sérlega á því að fá fólk til að ráðast í áhættusamar fjárfestingar og raunar vissu viðskiptavinirnir yfirleitt ekkert um áhættuna, sem því fylgdi,“ sagði Tina Nedergaard, talsmaður Venstre í neytendamálum, á þingi.

Tilefnið er, að margir hafa tapað á þessum fjárfestingum og ófá dæmi eru um, að bankarnir hafi fengið fólk, sem á aðeins fá ár eftir á vinnumarkaði, til að hætta öllum lífeyrissparnaðinum.

Danska neytendaráðið vill, að bönkum verði gert skylt að greina frá því hvað þeir fái aukalega fyrir að hvetja til áhættusamra fjárfestinga. Þá vill meirihlutinn á þingi, að bankarnir bæti fólki hugsanlegt tjón, hafi þeir farið á bak við það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK