Verða að rökstyðja mál sitt

Þórdís Sigurðardóttir.
Þórdís Sigurðardóttir. mbl.is/Sverrir

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, segir að Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson, fyrrum stjórnarmenn í Tali, verði að svara fyrir það hvað það sé sem þeir álíti vera sem mikinn „viðskiptasóðaskap“ hjá IP-fjarskiptum. Orðalagið er notað  í bréfi sem þeir sendu Samkeppniseftirlitinu og öðrum stjórnarmönnum í Tali.

„Þetta eru svo stór og ljót orð að mér finnst mjög óviðeigandi að segja þetta án þess að þú getir rökstudd mál þitt mjög vel,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is. Hún segir að rökstuðningurinn sé ekki fyrir hendi í bréfinu.

„Menn geta ekki haft svona orð hangandi í loftinu öðruvísi en að menn skýri hvað þeir eru að tala um,“ segir Þórdís.

Von er á yfirlýsingu frá Þórdísi vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK