Birting á bréfi hörmuð

Hilmar Ragnarsson, og Þórhallur Guðlaugsson, sem Samkeppniseftirlitið skipaði í stjórn Tals í byrjun febrúar, sendu á miðvikudag bréf til Teymis, aðaleiganda Tals, þar sem þeir harma birtingu annars bréfs frá þeim í fjölmiðlum. Í fyrra bréfinu var Teymi meðal annars sakað um viðskiptasóðaskap. Þeir sögðu sig úr stjórn Tals eftir að hafa setið þar í fjóra daga.

Hilmar og Þórhallur segja að fjölmiðlar hafi ruglað hugtakinu viðskiptasóðaskapur saman við „önnur hugtök sem koma málinu ekkert við, s.s. eins og viðskiptaóreiðu. Það er rangt og byggt á misskilningi [...] Efnisatriði deilunnar, hver svo sem sökin er, eru með þeim hætti að við kusum að nota umrætt hugtak um reynslu okkar og treystum okkur ekki til að starfa áfram í stjórninni.“

Hilmar og Þórhallur segjast eftir sem áður hafa ýmislegt við framkomu Teymis að athuga. Meðal annars hafi Teymi sett fram mjög alvarlegar ásakanir á hendur öðrum þeirra í bréfi og þeir hafi ekki séð aðra leið en að hætta í stjórninni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK