Hagnaður hjá HB Granda

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Hagnaður hjá HB Granda nam 16 milljónum evra, jafnvirði nærri 2,3 milljörðum króna, á síðasta ári en var 20 milljónir árið 2007. Fyrirtækið gerir nú í fyrsta skipti upp í evrum. Á síðasta fjórðungi ársins var 5 milljóna evra hagnaður af rekstrinum en á sama tímabili 2007 var 11 milljóna evra tap.

Rekstrartekjur HB Granda námu 124 milljónum evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón evra árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 30 milljónir evra eða 24% af rekstrartekjum, en var 31 milljón evra eða 22% árið áður. 

Heimasíða HB Granda

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK