MP banki eignast SPRON

MP banki hefur keypt SPRON.
MP banki hefur keypt SPRON. mbl.is/ Árni Sæberg

Skilanefnd SPRON samþykkti í dag tilboð MP banka í hluta útibúanets og vörumerki SPRON og Netbankann, nb.is Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að hægt verði að tryggja að minnsta kosti 45 störf með þessu. Kaupverðið er tæplega 800 milljónir króna.

Margeir ætlar að viðhalda vörumerki SPRON, en fyrirtækið nýtur mikillar velvildar almennings og hefur mælst hátt í Íslensku ánægjuvoginni, sem mælir afstöðu almennings til fyrirtækja, undanfarin ár. MP sækir nú inn á viðskiptabankamarkaðinn, en fyrirtækið fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári.

Útibúin á Seltjarnarnesi, í Borgartúni og á Skólavörðustíg verða rekin áfram undir merkjum SPRON. MP banki á innlánasafn sem hann gæti fært þangað inn, en bankinn þarf fyrst að færa sparisjóðnum eigið fé.

„Innlán og efnahagur SPRON og Netbankans hafa þegar flust yfir til ríkisbanka, en viðskiptavinir geta nú flutt sig til baka frá og með næsta mánudegi. Samhliða er gerður samningur um að þjónusta við lántakendur hjá SPRON og NB.is fari fram í þeim útibúum sem munu halda áfram rekstri,“ segir í tilkynningu frá MP banka.

Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir að niðurstaðan sé mjög jákvæð fyrir skilanefndina. Tekist hafi að bjarga verðmætum og tryggja hagsmuni þeirra starfsmanna sem halda vinnunni.

Fyrir helgi höfðu sextán aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem tilheyrðu SPRON. Meðal þeirra var færeyski bankinn Føroya Bank og VBS fjárfestingarbanki, auk MP banka.

Allar innstæður hafa færst til Nýja Kaupþings og hefur átt sér stað fullkomin eignayfirfærsla innstæðna. Þeir sem voru í viðskiptum við gamla SPRON eru í reynd viðskiptavinir Kaupþings í dag.

Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK