Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, fagna niðurstöðu sænsks dómstóls, sem dæmdi aðstandendur torrent-síðunnar Piratebay.org í fangelsi.
Tilkynning samtakanna:
„Dómurinn hafnaði algjörlega rökum sakborningana sem voru m.a á þá leið að þeir hefðu ekki þénað eina krónu sjálfir heldur hefðu allar tekjur af síðunni farið í rekstur hennar. Dómskjöl sýndu að þeir höfðu stofnað fyrirtækið Random Media í skattaparadís á Jómfrúareyjum og við hleranir á símtölum þeirra mátti hlusta á þá tala um að síðan væri að skila þeim 3 milljónir bandaríkjadala árlega.
Einnig var alfarið hafnað að þeir væru að rekja þjónustu sambærilega við Google, en það er vörn sem nær allir þjófar á höfundarvörðu efni reyna að nota. Þó að þeir hýsa ekki efni sjálfir þá var dómurinn skýr að með sínu athæfi voru þeir allir sekir um að gera efni varið höfundarétti aðgengilegt.
Það kom einnig vel fram í réttarhöldunum sjálfum hvernig einstaklingar eru á bak við þessa síðu.
Carl Lundström, erfingi Wasabröd veldisins, hjálpaði þeim að komast á stað og er talinn eiga 8.5% í vefnum. Hann hefur verið tengdur öfgahægri hópum í Svíþjóð og hefur fengið á sig dóm fyrir ofbeldi gegn innflytjendum í slagtogi við skallahópa.
Fredrik Neij rekur einnig aðra síðu sem selur fölsuð ökuskírteini.
Gottfrid Svartholm rekur 2 aðrar síður, eina sem selur efni til að búa til eiturlyf og aðra sem er vettvangur fyrir barnaníðinga til að eiga rödd í samfélaginu.
Peter Sunde hefur víða veitt viðtöl sem hvetja aðra til að stela.
Það er ánægjulegt að sá að dómurinn tekur greinilega undir með saksóknara sem hafði bent á að ekkert annað en fangelsisdómur og háar sektir mundu hafa áhrif á þessa menn þar sem þeir eru í dag allir efnaðir menn með himinháar tekjur af rekstur The Pirate Bay.
Allir voru þeir dæmdir í árs fangelsi og sameiginlega sekt sem nemur um 460 milljónum króna, og má segja að með þessari niðurstöðu hafa dómstólar í Svíþjóð sýnt öðrum dómstólum á Norðurlöndunum gott fordæmi í svona málum.“