Lítill halli á vöruskiptum í fyrra

Álverið í Straumsvík. Hlutur iðnaðarvöru var 52% af útlutningi í …
Álverið í Straumsvík. Hlutur iðnaðarvöru var 52% af útlutningi í fyrra.

Alls voru fluttar voru út vörur fyrir 466,9 milljarða króna á síðasta ári en inn fyrir 473,5 milljarða króna.   Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 6,7 milljörðum króna. 

Útflutningur jókst um 53% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur jókst um 19,9%. Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 36,7% og iðnaðarvöru 52,1% en í innflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingarvörur og neysluvörur aðrar en mat- og drykkjarvörur.

Stærstu viðskiptalönd voru Holland í útflutningi og Noregur í innflutningi og var EES þýðingamesta markaðssvæðið, jafnt í útflutningi sem í innflutningi. 

Hagtíðindi 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka