Samstarfsmaður Baggers handtekinn

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Sænski kaupsýslumaðurinn Mikael Ljungman var um helgina handtekinn í Norrköbing í Svíþjóð en hann er grunaður um að hafa verið samverkamaður Danans Stein Bagger í umfangsmiklum fjársvikum. Ljungman var nýlega úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars að sér fjarverandi og var eftirlýstur um allan heim. 

Ljungman er grunaður um að hafa tekið þátt í skjalafalsi og þannig svikið að minnsta kosti 266 milljónir króna út úr fyrirtækinu IT Factory, sem Bagger stýrði í Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK