Sjö smásalar í þrot á dag

Baugur Group er meðal þeirra smásölufyrirtækja sem fóru í þrot
Baugur Group er meðal þeirra smásölufyrirtækja sem fóru í þrot Reuters

Sjö smásöluverslanir fóru að meðaltali  í þrot á hverjum virkum degi á fyrsta ársfjórðungi í Bretlandi, samkvæmt nýrri skýrslu PricewaterhouseCoopers. Samkvæmt skýrslunni óskuðu 705 smásalar eftir gjaldþrotaskiptum á tímabilinu janúar til mars í ár og er þetta 60% aukning á milli ára, að því er fram kemur í frétt Independent.

Að sögn Andrew Garbutt, sérfræðings hjá PWC, verður árið 2009 árið þar sem lögmálið, þeir hæfustu munu lifa, gildir. Hann segir helstu skýringuna vera samdrátt í sölu og erfitt aðgengi að lánsfé. 

Ef fyrsti ársfjórðungur er borinn saman við þann fjórða á síðasta ári er aukning gjaldþrota meðal smásala 24% en á fjórða ársfjórðungi fóru 569 smásalar í þrot.

Í frétt Independent er fjallað um þrot Baugs Group og dótturfélaga á fyrsta ársfjórðungi sem eitt af stóru gjaldþrotamálunum í þessum geira í Bretlandi. 


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka