Nova sækir um GSM-leyfi

Liv Bergþórsdóttir. Notendur Nova eru orðnir 45 þúsund talsins.
Liv Bergþórsdóttir. Notendur Nova eru orðnir 45 þúsund talsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í hyggju að úthluta Nova tíðnileyfi á GSM 1800 MHz tíðnisviðinu með tilteknum skilyrðum, án sérstaks útboðs. Hingað til hefur Nova aðeins rekið 3G-kerfi hér á landi. Ráðgert er að leyfið verði gefið út miðað við tíu ára gildistíma.

Þetta kemur fram í í nýrri samantekt Póst - og fjarskiptastofnunar (PFS) vegna samráðs við hagsmunaaðila um framtíðaráform vegna GSM 1800 MHz tíðnisviðsins.  

Í samantektinni kemur fram að bæði Síminn og Tal hafi lagst gegn áformum PFS. Síminn telur að engar forsendur séu fyrir frekari úthlutunum á 1800 MHz bandinu en nú er orðið. Engin þörf sé fyrir frekari uppbyggingu á nýjum 2. kynslóðar kerfum. Sé það vilji stofnunarinnar að stuðla að frekari uppbyggingu GSM-kerfisins þá sé eðlilegt skref að samhliða aflétta með öllu kvöðum um innlandsreiki í núverandi kerfum.

Gerir athugasemd við úthlutun án útboðs
Tal gerir athugasemd við að úthlutun tíðniheimilda fari fram án útboðs, til fyrirtækja sem þegar hafi fengið farsímatíðnir. Úthlutun án útboðs sé varasamt fordæmi og gæti sett af stað þróun sem leiði til þess að ríkjandi fyrirtæki á markaðnum „hamstri lausar tíðnir“ með vísan til hagkvæmnissjónarmiða og hindri þannig innkomu nýrra aðila á markaðinn.

PFS er ekki sammála afstöðu Símans varðandi forsendur á frekari uppbyggingar GSM 1800 MHz kerfa sérstaklega þegar horft er til þéttbýlissvæða landsins. Hvort eðlilegt er að aflétta kvöðum um innanlandsreiki í núverandi kerfum sé þessu máli óviðkomandi. Ákvörðun um slíkt verði tekin í framhaldi af markaðsgreiningu.

Varðandi athugasemdir Tals lítur PFS svo á að stofnunin sé ekki bundin af því að ein aðferðarfræði sé notuð umfram aðra við úthlutun tíðniheimilda svo framarlega sem aðferðin sé opin og gagnsæ.

Að teknu tilliti til innkominna athugasemda hagsmunaaðila komst PFS að þeirri niðurstöðu að úthluta strax og án útboðs til Nova tíðnileyfi á 1800 MHz tíðnisviðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka