Nova sækir um GSM-leyfi

Liv Bergþórsdóttir. Notendur Nova eru orðnir 45 þúsund talsins.
Liv Bergþórsdóttir. Notendur Nova eru orðnir 45 þúsund talsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Póst- og fjar­skipta­stofn­un hef­ur í hyggju að út­hluta Nova tíðni­leyfi á GSM 1800 MHz tíðnisviðinu með til­tekn­um skil­yrðum, án sér­staks útboðs. Hingað til hef­ur Nova aðeins rekið 3G-kerfi hér á landi. Ráðgert er að leyfið verði gefið út miðað við tíu ára gild­is­tíma.

Þetta kem­ur fram í í nýrri sam­an­tekt Póst - og fjar­skipta­stofn­un­ar (PFS) vegna sam­ráðs við hags­munaaðila um framtíðaráform vegna GSM 1800 MHz tíðnisviðsins.  

Í sam­an­tekt­inni kem­ur fram að bæði Sím­inn og Tal hafi lagst gegn áform­um PFS. Sím­inn tel­ur að eng­ar for­send­ur séu fyr­ir frek­ari út­hlut­un­um á 1800 MHz band­inu en nú er orðið. Eng­in þörf sé fyr­ir frek­ari upp­bygg­ingu á nýj­um 2. kyn­slóðar kerf­um. Sé það vilji stofn­un­ar­inn­ar að stuðla að frek­ari upp­bygg­ingu GSM-kerf­is­ins þá sé eðli­legt skref að sam­hliða aflétta með öllu kvöðum um inn­lands­reiki í nú­ver­andi kerf­um.

Ger­ir at­huga­semd við út­hlut­un án útboðs
Tal ger­ir at­huga­semd við að út­hlut­un tíðni­heim­ilda fari fram án útboðs, til fyr­ir­tækja sem þegar hafi fengið farsímatíðnir. Úthlut­un án útboðs sé vara­samt for­dæmi og gæti sett af stað þróun sem leiði til þess að ríkj­andi fyr­ir­tæki á markaðnum „hamstri laus­ar tíðnir“ með vís­an til hag­kvæmn­is­sjón­ar­miða og hindri þannig inn­komu nýrra aðila á markaðinn.

PFS er ekki sam­mála af­stöðu Sím­ans varðandi for­send­ur á frek­ari upp­bygg­ing­ar GSM 1800 MHz kerfa sér­stak­lega þegar horft er til þétt­býl­is­svæða lands­ins. Hvort eðli­legt er að aflétta kvöðum um inn­an­lands­reiki í nú­ver­andi kerf­um sé þessu máli óviðkom­andi. Ákvörðun um slíkt verði tek­in í fram­haldi af markaðsgrein­ingu.

Varðandi at­huga­semd­ir Tals lít­ur PFS svo á að stofn­un­in sé ekki bund­in af því að ein aðferðarfræði sé notuð um­fram aðra við út­hlut­un tíðni­heim­ilda svo framar­lega sem aðferðin sé opin og gagn­sæ.

Að teknu til­liti til inn­kom­inna at­huga­semda hags­munaaðila komst PFS að þeirri niður­stöðu að út­hluta strax og án útboðs til Nova tíðni­leyfi á 1800 MHz tíðnisviðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka