Hlutafjáraukning hjá Geysi Green Energy var kynnt með pompi og prakt fyrir rétt rúmu ári en ekki hefur tekist að fá bandaríska fyrirtækið Wolfensohn & Co til að efna hlutafjárloforð sitt. Wolfensohn ætlaði að koma með 15 milljónir dala inn í GGE og nú standa deilur um það á milli félagsins og Wolfensohn hvort fjárfestarnir hafi getað hætt við. Viðskiptablaðið fjallar um málð í dag.
Um leið og tilkynnt var um aðkomu Wolfensohn var sagt frá aðkomu Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem stjórnarformanns að GGE og fjárfestingu í því. Hún nam 10 milljónum dala en Ólafur Jóhann hefur síðan selt sinn hlut í félaginu og farið úr stjórn, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.