Breyttir tímar hjá Stanford

Stjórn FL Group árið 2005:Kevin Stanford varamaður, Magnús Ármann, Sigurður …
Stjórn FL Group árið 2005:Kevin Stanford varamaður, Magnús Ármann, Sigurður Bollason, Þorsteinn M. Jónsson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Smári S. Sigurðsson varamaður. Á myndina vantar þá Einar Ólafsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Jim Smart

Fyrir tveimur árum var breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford einn ríkasti maðurinn í verslunargeiranum í Bretlandi með eignir metnar á 220 milljónir punda. Nú er öldin önnur og hefur fyrirtæki í hans eigu, Brookes Chauffeur Services, verið gert að leita nauðsamninga vegna skulda upp á 300 þúsund pund. Þar á meðal er skattaskuld upp á 150 þúsund pund.

Starfsemi fyrirtækisins fólst aðallega í að keyra helstu kaupsýslumenn Lundúnaborgar um.

Stanford, sem stofnaði Karen Millen með fyrrverandi eiginkonu sinni, tengdist íslensku viðskiptalífi nánum böndum og átti meðal annars hlut í House of Fraser  og Mosaic. Segir í grein í Telegraph að hann hafi farið illa út úr hruni íslensku bankanna, en hann er meðal þeirra sem skulduðu Kaupþingi einna mest samkvæmt lánabók bankans.

Hann var fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþingi samkvæmt Telegraph og hafði fengið 519 milljónir punda að láni hjá bankanum. Staðfest hefur verið af íslenkum yfirvöldum að viðskipti Kaupþings við fyrirtæki sem tengjast Standford eru til rannsóknar en hann liggi hins vegar ekki undir grun um að hafa brotið af sér. Stanford svaraði ekki símtölum frá blaðamanni Telegraph þegar eftir því var leitað, samkvæmt fréttinni á vef Telegraph.

Líkt og fram kom í grein Þorbjörns Þórðarsonar í Morgunblaðinu í síðustu viku hefur embætti sérstaks saksóknara nú til rannsóknar stórar lánveitingar frá Kaupþingi til traustra viðskiptavina vikurnar fyrir fall bankans. Meðal annars eru  lánveitingar til Trenvis Ltd. félags í eigu Kevin Stanford til rannsóknar vegna gruns um markaðsmisnotkun og brota gegn góðum viðskiptaháttum.

Trenvis fékk lán til þess að fjármagna kaup þriðja félagsins á afleiðum tengdum skuldatryggingum á Kaupþing, að því er virðist með það eitt fyrir augum að hafa áhrif á verð skuldatrygginganna.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka