Endurreisn Sjóvár kom í veg fyrir að tjónþolar sköðuðust

Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Það hefur tekist mjög vel til við endurreisn Sjóvár. Í því ferli hafa viðskiptavinir og samstarfsaðilar fyrirtækisins ekki orðið fyrir neinum fjárhagslegum skaða,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvár.

Í yfirlýsingu frá félaginu, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins á laugardaginn, segir að vátryggingartakar og tjónþolar hafi „ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda – komið hefur verið í veg fyrir það“. Í frétt blaðsins var sagt frá því að nokkrir hefðu verið yfirheyrðir með stöðu grunaðra í rannsókn embættis sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu. Rannsóknin beindist meðal annars að umboðssvikum. Umboðssvik væru svokallað hættubrot, þannig að það teldist fullframið ef sannað væri að hætta á tjóni hefði skapast.

Hörður segir að með fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, þar sem ríkið, Glitnir og Íslandsbanki komu að sem eigendur með um 16 milljarða króna, hafi tekist að tryggja hagsmuni viðskiptavina og samstarfsaðila. Nýir hluthafar fái þessa peninga væntanlega alla aftur þegar félagið verði selt, væntanlega í haust. Tímasetning fari þó eftir aðstæðum á fjármálamörkuðum. Hann segir einnig unnið að því að tryggja hag lánardrottna nýs fasteignafélags, sem heldur utan um eignir sem áður fylgdu fjárfestingararmi Sjóvár. Eignir félagsins séu metnar á 80 milljarða króna, sem sé álíka mikið og skuldirnar.

„Þeir einu sem hafa tapað hingað til eru fyrri hluthafar sem töpuðu öllu sínu hlutafé,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Sjóvá sé fyrsta fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi sem ljúki fjárhagslegri endurskipulagningu eftir hrun bankanna á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK