Opnað fyrir Ísland á ný

Eitt stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtæki á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum, að því er fram kemur á vef Viðskiptaráðs Íslands.

Coface er þriðja stærsta greiðslutryggingarfélag í heimi en enn sem komið er hafa þau tvö stærstu, Euler Hermes og Atradius, ekki opnað fyrir Ísland. Þessi tvö stærstu hafa verið þau greiðslutryggingarfélög sem hafa tryggt flesta erlenda birgja sem hafa verið í reikningsviðskiptum við íslenska innflytjendur.

Þurfa væntanlega ekki að greiða fyrirfram eða staðgreiða vörur

Hjá Creditinfo má hins vegar sjá á aukningu fyrirspurna frá Coface að íslensk fyrirtæki sitja í vaxandi mæli við sama borð og aðrir þegar lánshæfismat reikningsviðskipta er metið, samkvæmt vef Viðskiptaráðs.

„Þetta þýðir að innflytjendur hér á landi mega búast við því að uppbygging trausts í formi reikningsviðskipta á milli landa sé nú í lengra á veg komið en áður. Greiðslutrygging getur þá orðið til þess að innflytjendur þurfi ekki að fyrirframgreiða eða staðgreiða pantanir í sama mæli og hefur tíðkast frá síðastliðnu hausti," að því er segir á vef Viðskiptaráðs.

Innflytjendur, sem enn búa við ströng fyrirmæli um staðgreiðslur og innborganir pantana, geta því bent erlendum birgjum sínum á að óska eftir greiðslutryggingu vegna reikningsviðskipta við þau hjá Coface.

Almennt gildir þá að erlendur aðili þarf að vera í einhverjum tryggingarviðskiptum hjá Coface og sé það svo mun Coface meta hvert íslenskt fyrirtæki fyrir sig á sama hátt og gildir um fyrirtæki frá öðrum löndum.

„Þessi yfirlýsing frá Coface og vilji til stuðnings íslenskum fyrirtækjum er afrakstur vinnu sem sett var á laggirnar í nóvember 2008, stuttu eftir að erlend greiðslutryggingarfélög lokuðu fyrir tryggingar á íslenskum fyrirtækjum.

Viðskiptaráð og iðnaðarráðuneytið áttu þá frumkvæði að því að mynda samstarfshóp þeirra aðila sem liðkað gætu fyrir samskiptum við greiðslutryggingarfyrirtækja fyrir hönd íslenskra fyrirtækja.

Í þessum hóp hafa starfað, auk Viðskiptaráðs og iðnaðarráðuneytis, Creditinfo á Íslandi, TM, Sjóvá, Seðlabanki Íslands, utanríkisráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og fulltrúar allra ríkisbankanna. Þá komu Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Noregi og Svavar Gestsson, sendiherra í Danmörku, að vinnunni vegna fundarhalda með greiðslutryggingarfélögunum í viðkomandi löndum," að því er segir á vef Viðskiptaráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK