Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. hefur sótt um skráningu hlutabréfa sinna í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Gert er ráð fyrir að umsóknin verði samþykkt í næstu viku en bréf félagsins verða einnig skráð í Kauðhöll Íslands.
Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, að skráning bréfanna í Kaupmannahöfn sé eðlilegt framhald fyrir félagið og sé ætlað að auka
viðskipti með hlutabréf í félaginu, stuðla að eðlilegri verðmyndun þeirra og styðja við framtíðarvöxt.
Stjórn félagsins íhugar að auka hlutafé um 5-7% í framhaldi af skráningunni til að auka viðskipti með bréf félagsins. Komi til slíkrar aukningar munu
bréfin verða seld til fagfjárfesta og hefur Össur ráðið Nordea
Markets sem ráðgjafa vegna þessa.
Viðskipti með íslenska fjármálagerninga eru háð gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands. Erlendum aðilum er frjálst að eiga viðskipti með bréf félagsins í Danmörku og innlendum aðilum er frjálst að eiga viðskipti með bréfin á Íslandi.