Nærri 40 milljarða afgangur

Sjávarafurðir eru nú 45% alls útflutnings frá Íslandi.
Sjávarafurðir eru nú 45% alls útflutnings frá Íslandi.

Afgangur af vöruskiptum fyrstu sjö mánuði ársins nam 39,8 milljörðum króna en á sama tímabili árið 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 71,3 milljarða króna á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 111,1 milljarði króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Hagstofan birti í morgun endanlegar tölur um vöruskiptin í júlí en þá voru fluttar út vörur fyrir 41,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 34,9 milljarða króna. Er þetta í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru í byrjun ágúst. Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna. Í júlí 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 33,3 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu sjö mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 253,5 milljarða króna en inn fyrir 213,7 milljarða króna fob. Verðmæti vöruútflutnings var 101,8 milljörðum eða 28,7% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,8% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 48,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 30,3% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á skipum og flugvélum og á sjávarafurðum

Fyrstu sjö mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 212,9 milljörðum eða 49,9% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í hrá- og rekstrarvöru, flutningatækjum og fjárfestingavöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK