Nýr sæstrengur í notkun

Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, og Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs …
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice, og Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone.

Sæstrengurinn Danice, sem lagður var milli Íslands og Danmerkur, var tekinn í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. 

Í tilkynningu frá Farice og Vodafone segir, að strengurinn tryggi aukið öryggi í gagnaflutningi til og frá Íslandi auk þess sem netsamband við umheiminn verði bæði hraðara og enn tryggara en áður. 

Þá kemur fram að Vodafone hafi nú tryggt sér fjórar mismunandi gagnatengingar við umheiminn, sem tryggi meira samskiptaöryggi en önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Hinir sæstrengirnir eru Farice-1, sem liggur milli Íslands, Færeyja og Skotlands, Cantat-3 sem tengir Evrópu og Kanada, og Greenland Connect sem tengir saman Ísland, Grænland og Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK