Unnið var að því í gær að ná fram efnislegu samkomulagi stjórnvalda og skilanefndar Glitnis um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr Glitni yfir í Íslandsbanka í kjölfar bankahrunsins á síðasta ári, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnt mun vera að því að undirrita samninga um uppgjör í næstu viku.
Heimildir Morgunblaðsins herma einnig að ágætur gangur sé í viðræðum um uppgjör Landsbankans og að þær gangi samkvæmt áætlun.