Skiptafundur þrotabús Baugs verður haldinn klukkan tvö í dag á skrifstofu Logos, þar sem Erlendur Gíslason skiptastjóri hefur aðstöðu. Þá gefst kröfuhöfum tækifæri til að gera athugasemdir við afstöðu skiptastjóra til krafna þeirra. Kröfu Landsbankans var hafnað „að svo stöddu“.
Erlingur sagði í samtali við Morgunblaðið 9. september síðastliðinn að kröfum stærstu kröfuhafa í þrotabú Baugs Group er hafnað þar sem ýmist kröfulýsing væri ekki fullnægjandi eða ekki lægi fyrir upplýsingar um verðmæti undirliggjandi veða. Stóru viðskiptabankarnir eru langstærstu kröfuhafarnir en þeir voru allir mjög duglegir að lána Baugi Group fyrir bankahrunið.
Í nokkrum tilvikum frestar skiptastjórinn því að taka afstöðu til krafna. „Krafa Landsbankans er veðkrafa, henni er ekki alfarið hafnað, heldur er henni hafnað að svo stöddu,“ sagði Erlendur. Kröfuhöfum gæfist tækifæri til að koma með athugasemdir.