Telur hægt að rifta tilfærslu eigna Milestone til Svíþjóðar

Merki Milestone
Merki Milestone

Jóhannes A. Sævarsson, sem hafði umsjón með nauðasamningum Milestone, telur að eignir hafi verið færðar frá félaginu yfir í annað félag í Svíþjóð án þess að raunverulegt endurgjald hafi komið til. Um gjafagerning sé að ræða sem sé riftanlegur. Umræddar eignir eru Sjóvá, Askar Capital og Lyf og heilsa.

Kröfuhafar Milestone hafa viljað skoða hvort reyna eigi að rifta þessum tilfærslum eigna milli félaga. Jóhannes bendir á í skýrslu sinni að ekki sé sjálfgefið að verðmæti skili sér þótt það gangi eftir. Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi í gær og fer félagið því í gjaldþrotameðferð. Glitnir er stærsti kröfuhafinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka