Lífeyrissjóðir krefjast 4,4 milljarða úr Baugsbúi

Baugur Group
Baugur Group mbl.is

Íslenskir lífeyrissjóðir gera samtals kröfu upp á rúma 4,4 milljarða króna í þrotabú Baugs Group, sem er eitt stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar, samkvæmt kröfuskrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Almenni lífeyrissjóðurinn gerir samtals kröfu upp á 1,5 milljarða króna. Einnig er ljóst að ef ekkert fæst upp í kröfur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins skerðist hluti ævisparnaðar ríkisstarfsmanna en sjóðurinn gerir kröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða króna.

Kröfur Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóðs verkfræðinga hlaupa á hundruðum milljóna króna. Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segist ekki vongóður um að eitthvað fáist upp í kröfur lífeyrissjóðsins. „Ég óttast hreinlega að það fáist ekki mikið upp í almennar kröfur á eftir forgangskröfum og veðkröfum,“ segir hann. „Við töldum þetta [Baug] ágætan kost á sínum tíma og höfðum til hliðsjónar ársreikninga og upplýsingar um reksturinn sem þá virtist vera í ágætu lagi,“ segir Gunnar, en sjóðurinn er með veð fyrir hluta krafna sinna. Hann segir að draga megi lærdóm af tapi sjóðsins á fjárfestingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK