Skuldabréf bankanna hækka

mbl.is

Skuldabréf gömlu bankanna, sem þeir gáfu út á sínum tíma til að fjármagna þá, hafa hækkað nokkuð á markaði að undanförnu. Bréfin féllu gríðarlega mikið í verði við fall bankanna fyrir tæpu ári og urðu nánast verðlaus.

Skuldabréf gamla Landsbankans hafa hækkað úr um 1% af upphaflegu virði þeirra í um 5%. Frá því í vor hafa bréf Kaupþings hækkað úr um 7% í um 19% og bréf Glitnis úr um 14% í um 23%, samkvæmt upplýsingum frá Ómari Sigtryggssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Saga Capital. Fyrirtækið hefur miðlað mjög miklu af skuldabréfum gömlu bankanna milli erlendra aðila og átt stóran þátt í því að mynda markað með skuldabréfin í Evrópu og Bandaríkjunum.

„Að megninu til áttu evrópskir bankar skuldabréf gömlu íslensku bankanna fyrir hrunið síðastliðið haust,“ segir Ómar. „Þessir aðilar eru væntanlega að selja bréfin sín og einhverjir fjárfestar telja að þeir fái meira til baka úr endurheimtum bankanna, sem skýrist þó líklega ekki fyrr en eftir þrjú til fimm ár.“

Ómar segir að mest hafi orðið vart við bandaríska sjóði, fjárfestingar- eða vogunarsjóði eða sjóði sem sérhæfa sig í að fjárfesta í kröfum þrotabúa meðal kaupenda skuldabréfanna. Hann segist ekki geta fullyrt hver ástæðan er fyrir því að þessi skuldabréf hafi verið að hækka í verði en oft á tíðum hækki þau samhliða hlutabréfamörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK