Eftir Þórð Snæ Júlíusson
Félag í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona fékk 896 milljónir króna að láni frá Moderna Finance AB, sem var einnig í þeirra eigu, til að kaupa verslunarkeðjuna Lyf og heilsu út úr viðskiptasamsteypunni Milestone í lok mars í fyrra.
Því er Lyf og heilsa ekki á meðal þeirra eigna sem Milestone færði undir Moderna Finance AB á sínum tíma og nú er verið að skoða hvort hægt sé að rifta færslu á á grundvelli gjaldþrotalaga. Slík riftun getur átt sér stað í allt að 24 mánuði eftir skrásettan söludag.
Greiðist eftir hentugleikum
Þetta þýðir að Moderna lánaði Wernersbræðrunum tæpar 900 milljónir króna til að þeir gætu keypt út Lyf og heilsu og að þeir ættu að greiða skuldina þegar þeir gætu. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að skuldin hafi verið gerð upp skömmu eftir að til hennar var stofnað.
Sex prósent fást upp í kröfur