Skattgreiðendur í Norð-Austur Lincolnskíri þurfa að greiða reikning upp á 16 þúsund pund aukalega vegna skýrslu sem unnin var um fjárfestingar sveitarfélagsins í íslensku bankanna. Þetta kemur fram á vefnum This is Grimsby í dag. Alls átti héraðið sjö milljónir punda inn á reikningum íslensku bankanna.
Í nýrri skýrslu, sem kostar skattgreiðendur tæplega 16 þúsund pund, eru fjárfestingarnar harðlega gagnrýndar en á vef This is Grimsby kemur fram að fjárfest hafi verið á Íslandi þrátt fyrir vanda bankanna hér.