Svar gefið við almennri spurningu

Fjármálaeftirlitið segir, að í frétt Morgunblaðsins í dag sé fullyrt að stofnunin hafi vísað rannsókn á fjárfestingum ákveðinna peningamarkaðssjóða til  sérstaks saksóknara og vitnar blaðið til ónafngreindra heimilda í því sambandi. Í fréttinni sé enn fremur haft eftir Fjármálaeftirlitinu  að rannsóknir þess á peningamarkaðssjóðum standi enn yfir og að vonandi sé niðurstaðna að vænta á næstu vikum. 

„Fjármálaeftirlitið vill taka fram að svar þess var gefið við almennri spurningu um hvað væri að frétta af rannsóknum á peningamarkaðssjóðum. Það beindist ekki sérstaklega að fjárfestingum þeirra eins og mögulega má skilja af lestri greinarinnar. Fjármálaeftirlitið ítrekar að það gaf blaðamanninum engar aðrar upplýsingar," segir á heimasíðu stofnunarinnar.

Þá bendir Fjármálaeftirlitið einnig á, að í umfjöllun Morgunblaðsins hafi veirð miðað við að peningamarkaðssjóðir hafi haft sömu fjárfestingarheimildir og verðbréfasjóðir. Staðreyndin sé sú að allir peningamarkaðssjóðir voru fjárfestingarsjóðir en um þá gildi talsvert rýmri fjárfestingarheimildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka