Vilja að bankarnir endurgreiði aðstoðina

Belgísk stjórnvöld komu meðal annars Fortis bankanum til bjargar í …
Belgísk stjórnvöld komu meðal annars Fortis bankanum til bjargar í fyrra. Reuters

Belgísk stjórnvöld munu væntanlega krefja belgíska banka sem fengu stuðning frá ríkinu vegna fjármálakreppunnar um að endurgreiða 500 milljónir evra hið minnsta af lánunum. Þetta kom fram í máli aðstoðarforsætisráðherra landsins, Laurette Onkelinx, á ráðstefnu Sósíalistaflokksins í gær. Segir hún tíma kominn til að bankarnir greiði fyrir kreppuna sem þeir ollu.

Segir hún að ekki sé um táknræna endurgreiðslu að ræða heldur hafi fjárhæðin 500 milljónir evra verið nefnd í því sambandi. Í hennar huga sé það lágmarkið.

Fleiri ráðherrar hafa tekið undir orð Onkelinx um að eðlilegt sé að bankarnir endurgreiði aðstoðina.

Í kjölfar falls bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers í september í fyrra nýttu belgísk stjórnvöld fé úr ríkissjóði til þess að bjarga belgísk-hollenska bankanum og tryggingafélaginu Fortis, fransk-belgíska bankanum Dexia, belgíska bankanum KBC og belgíska bankanum og tryggingafélaginu Ethias.

Dældu stjórnvöld tugum milljónum Bandaríkjadala í fjármálastofnanir sem riðuðu til falls og samþykktu þau einnig ábyrgðir til þess að tryggja innistæður almennings. Hafði þetta afar neikvæða áhrif á fjármál hins opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK