Ef danska ríkið hefði ekki lagt Hróarskeldubanka til 10 milljarða danskra króna, 249 milljarða íslenskra króna, af skattfé almennings hefði Danmörk getað endað líkt og Ísland. Þetta segir framkvæmdastjóri Mybankers, John Norden, í sjónvarpsviðtali við vefvarp Børsen.
„Ef ríkið hefði ekki brugðist við líkt og gert var í tilfelli Hróarskeldubanka þá var Danmörk nálægt því að fara í þrot. Við hefðum endað eins og Ísland þar sem traust á bönkunum hefði horfið og við það hefðum við ekki ráðið," segir Norden í viðtalinu.