Fríverslun við Kína í salt

Lögreglumenn draga kínverska fánann að húni á Torgi hins himneska …
Lögreglumenn draga kínverska fánann að húni á Torgi hins himneska friðar í morgun. AP

Umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu, efnahagsástandið hér á landi og ýmis ágreiningsmál hafa sett fríverslunarviðræður Íslendinga og Kínverja í salt.

Síðasti svonefndi tæknilegi fundur fulltrúa utanríkisráðuneytisins hér á landi og kínverska viðskiptaráðuneytisins fór fram í mars sl.

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína og aðalsamningamaður Íslendinga í viðræðunum, átti óformlegan fund með aðalsamningamanni Kínverja í september sl. Þar sagðist sá síðarnefndi telja ýmis tormerki á því að samninganefnd Kínverja yrði ræst út í nánustu framtíð.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka