HS Orka semur við lánadrottna

HS Orka hf hefur nú náð samkomulagi við lánardrottna sína um breytingar á skilmálum erlendra lána eftir að fyrir lá að félagið uppfyllti ekki kröfur um eiginfjárhlutfall og rekstrarhlutföll í kjölfar falls íslensku krónunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í upphafi þessa árs lá fyrir að HS Orka hf stóð ekki lengur við kröfur í lánasamningum um eiginfjárhlutfall eftir að krónan féll. Félagið hóf strax samningaviðræður við erlenda lánveitendur sína, Norræna fjárfestingarbankann (NIB), Evrópska fjárfestingarbankann (EIB) og Evrópska þróunarbankann (CEB).

„Þessar viðræður hafa leitt það af sér að nú hefur verið undirritað samkomulag við banka félagsins. Samkomulagið felur í meginatriðum í sér að lánveitendur HS Orku hf. auka svigrúm félagsins til frávika frá fjárhagskvöðum ásamt því að samþykkja uppskiptingu Hitaveitu Suðursnesja í HS Orku hf og HS Veitur hf.

Þess í stað veitir HS Orka hf. beinar veðtryggingar vegna lána í eignum félagsins, í stað óbeinna veða áður, auk þess sem bankarnir hækka vaxtaálag sitt tímabundið. Þá er staðfest að bankarnir viðurkenna HS Orku hf. sem nýjan skuldara í stað Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar uppskiptingar fyrirtækisins," segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Eiginfjárhlutfall 23% í lok september

„Það er afar ánægjulegt og mikilvægt fyrir félagið að hafa náð þessu samkomulagi við lánveitendur sína,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, í tilkynningu. Júlíus bætir við „að með þessu samkomulagi er þeirri fjárhagslegu óvissu eytt, sem félagið hefur búið við á árinu.“ Júlíus segir jafnframt að 9 mánaða uppgjör félagsins sýni fram á bata á hlutföllum í takt við áætlanir félagsins en eiginfjárhlutfall þess var 23% í lok september í stað 16,3% í ársbyrjun.

Svigrúm til að fá frekara fjármagn að láni

„Með þessu samkomulagi skapast svigrúm til að HS Orka hf geti sótt sér aukið fjármagn til fyrirhugaðra framkvæmda við uppbyggingu gufuaflsvirkjana hér á Suðurnesjum,“ segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku, í tilkynningu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka