Fá mikla skuldalækkun

Jim Smart

Eigendur Fóðurblöndunnar hafa lagt fyrirtækinu til 600 milljónir í aukið hlutafé. Jafnframt hafa skuldir fyrirtækisins verið lækkaðar niður í um tvo milljarða, en fyrirtækið skuldaði rúmlega 5,1 milljarð í árslok 2008.

Stærsti eigandi Fóðurblöndunnar er Kaupfélag Skagfirðinga með yfir 70% hlut og Auðhumla með um 18% hlut. Auðhumla, sem á og rekur Mjólkursamsöluna, keypti árið 2006 hlut í Fóðurblöndunni. Skiptar skoðanir eru meðal bænda um hvort félagið eigi að taka þátt í rekstri fóðurfyrirtækja. Félagið taldi hins vegar að það yrði að reyna að verja eign sína með því að leggja Fóðurblöndunni til aukið eigið fé.

Fóðurblandan tapaði árið 2008 um 1,9 milljörðum, aðallega vegna gengistaps. Skuldir fyrirtækisins námu í lok þess árs rúmlega 5,2 milljörðum. Stærsti lánardrottinn fyrirtækisins er Arion banki. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru skuldir bankans lækkaðar um yfir tvo milljarða með þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem gerð var samhliða hlutafjáraukningu. Félagið telst nú vera rekstrarhæft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka