Annað verkfall hjá British Airways

Flugvél British Airways kemur til lendingar á Heathrow flugvelli.
Flugvél British Airways kemur til lendingar á Heathrow flugvelli. Reuters

Flugfreyjur hjá breska flugfélaginu British Airways hófu fjögurra sólarhringa verkfall á miðnætti í nótt. Er þetta í annað skipti á stuttum tíma sem flugfreyjur félagsins fara í verkfall til að krefjast hærri launa og betri vinnuaðstöðu.

Félagið segir, að þrátt fyrir verkfallið muni það geta flutt 2/3 farþega sinna, um 180 þúsund manns af 240 þúsund, samkvæmt áætlun þrátt fyrir verkfallið. Um 18% hafa bókað flug sín aftur hjá öðrum flugfélögum eða farið á öðrum dögum en þeir áformuðu upphaflega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK