DV: Slóð Ólafs í Al-Tahini fléttunni falin

DV birtir í dag símtal Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar fyrrverandi starfsmanns fyrirtækjasviðs Kaupþings og Lilju Steinþórsdóttur í innri endurskoðun bankans í ársbyrjun 2009, nokkrum mánuðum eftir hrun bankans,  þar sem þau ræða kaup Al-Tahini á 5% hlut í Kaupþingi.

Aðild Ólafs Ólafssonar að málinu þurfti að fela og Al Thani þurfti aldrei að leggja út neina peninga vegna kaupa á 5 prósenta hlut í Kaupþingi. Hann fékk hins vegar 50 milljónir dollara eða um 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í fléttuna, samkvæmt frétt DV.

„Strákarnir í Lúx“ réðu ferðinni í viðskiptafléttunni sem átti að auka tiltrú og verðgildi Kaupþings á síðustu stundu. Hún gekk út á að lána Sheik Al Thani 13 milljarða króna. Í yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Halldóri Bjarkari, sem DV hefur undir höndum, er baksviði viðskiptafléttunnar lýst.

Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjórar bankans á Íslandi og í Lúxemborg skipulögðu og stjórnuðu leikfléttunni samkvæmt skýrslunni sem sérstakur saksóknari tók af Halldóri Bjarkari. Hann hafði í fyrstu stöðu grunaðs manns, en í bókum sérstaks saksóknara var hann á endanum yfirheyrður sem vitni í málinu, samkvæmt DV.

Eftirfarandi er brot úr samtali Halldórs Bjarkars og Lilju Steinþórsdóttur hjá innri endurskoðun bankans en DV hefur afrit af samtalinu undir höndum. Þar er lýst hvernig Sheik Al-Thani fékk allt fyrir ekki neitt og hvernig ýmsum ráðum var beitt til þess að dylja þátt Ólafs Ólafssonar í viðskiptum með 5 prósenta hlut í Kaupþingi skömmu fyrir fall bankans.

LS: Ok, af hverju var Choice stofnað, eða hvers konar félag var það?
HBL: Þetta var enn eitt BVI félagið sko.
LS: Já er þetta bara til að flækja slóðina eða af hverju er þetta gert svona?
HBL: Já þetta er raunverulega til þess að fela það að Óli átti helminginn í þessu sko.
LS: Já ok.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka