Skyndibitastaðurinn Metró seldur

Rekstrarfélag skyndibitastaðarins Metrós, Lyst ehf., sem áður rak McDonalds á Íslandi, hefur selt reksturinn frá sér. Félagið Líf og heilsa keypti reksturinn í maí síðastliðnum og tók formlega við honum í síðasta mánuði.

Eigandi Lífs og heilsu er Ásgerður Guðmundsdóttir. Hún segist í samtali við Morgunblaðið aðeins hafa keypt rekstur Metrós og tól og tæki sem eru nauðsynleg starfsemi staðarins. Engar skuldir fylgdu með í kaupunum. Metró varð til þegar eigandi Lystar, Jón Garðar Ögmundsson, ákvað að segja skilið við hið heimsþekkta McDonalds-vörumerki í fyrra. Breytingin átti sér stað þann 1. nóvember á síðasta ári.

Segist hafa selt of snemma

Jón Garðar segir sig hugsanlega hafa verið of fljótur á sér að selja reksturinn, í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að gengistrygging lánsfjár væri óheimil: „Ég reikna ekki með öðru en að ég hefði getað unnið úr málum Lystar, ef ég hefði vitað hver niðurstaða Hæstaréttar hefði orðið,“ segir hann. Til viðbótar við tvöföldun langtímaskulda við lánastofnanir hlóðust viðskiptaskuldir Lystar upp árið 2008.

Jón Garðar segist munu róa öllum árum að því að greiða upp skuldir Lystar: „Margir af þessum aðilum sem ég hef verið að kaupa af eru orðnir vinir mínir. Ég mun reyna allt til að koma í veg fyrir að þessir menn tapi á viðskiptum við mig.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK